Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2007 | 20:30
Er þetta frétt ?
Ég er með hugmynd fyrir fréttastjóranna, látið okkur vita þegar VG eru sammála afganginum af þinginu eða þjóðinni. VG eru þeim hæfileikum gefnir að vita alltaf betur en hinir, því miður eru bara svo lítill minnihluti sammála þeim.
Einhvern tímann sagði faðir minn "ef fíflunum fjölgar mikið í kringum mann, þá er komin tími til að líta í eigin barm"
Niður með forræðishyggjuna
VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 10:44
Júlíu gullkorn
"Ekki hafa svona læti steeeeeelpur, annars held ég aldrei upp á partý aftur" Júlía (4) með tvær jafnaldra vinkonur sínar í náttfatapartýi.
"Þeir sem deyja fara upp í skýin til Guðs. Pabbi sagði að þeir færu upp í stjörnurnar , en(pff) þær eru alltof LITLAR!!!"
Mamma Júlíu var að bera á sig brúnkukrem og litla dúllan langar líka að fá krem eins og mamman."Nei, þetta er svona konukrem, bara fyrir fullorðnar konur, til að gera þær brúnar." segir mamman,þá kemur skeifa á mína . " Mamma, brúnar konur geta ekki átt HÚÐLITUÐ börn. Mamma mín getur ekki verið brún þá verð ég að vera brún."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2007 | 12:45
Landsbyggðin og siðmenningin
Gæti það verið að þeir sem eru á móti sölu áfengis í matvörubúðum séu utan af landi. Ég skil alla vega ekki hvernig það er hægt að vera á móti þessu. Í Hveragerði er áfengisverslun á sama stað og bensínstöðin, keyra allir fullir þar ? Á Hvolsvelli er vínbúðin líka á bensínstöð, er það vandamál þar ? Fyrir nokkrum árum var ríkið í Grindavík í barnafatabúð, voru allar mömmurnar áfengissjúklingar ?
Forræðishyggjan er vandamálið.
Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 12:31
Skid Row
Þvílík snilld sem þessir tónleikar voru í gær, við félagarnir bjuggumst ekki við neinu en vorum allir sveittir þegar lætin voru búin. Þetta sýnir enn einu sinni að þótt sé skipt um mann þá kemur annar í staðinn, enginn er ómissandi. Fyrir ykkur öll sem ekki voru á tónleikunum læt ég í spilarann tónleikarútgáfu af I remember you.
Sex hundruð Rokklandsþættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 15:48
Bara eitt fótspor ?
Fótspor snjómannsins ógurlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 17:46
Snemma beygist krókurinn
Ég var í Danmörku að keyra um Jótland á leiðinni í sumargarð með eldri gullinu mínu, eins og alvöru túristi var ég með kort hliðina á mér til að geta fundið þennan stað.
Hún Marín mín sat aftur í og var orðinn frekar spennt og af fyrri reynslu hennar þá vissi hún að pabbi var soldið fyrir að villast í þessu baunalandi. Þegar við áttum um 5 mínútur eftir heyrist í snillingnum (6 ára á þeim tíma) aftur í Pabbi ég held að við séum villt, réttu mér kortið J Nú fyrst hún býr í þessu landi þá rétti ég henni kortið og hún kíkti vel á það (en snéri því öfugt og hafði ekki hugmynd um hvar við vorum á kortinu né hvar garðurinn væri) og sagði svo Þetta er flott pabbi þú ert á réttri leið.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 18:15
Kæra Kolbrún jafnréttisráðherra
Góð hugmynd sem kom fram á Bylgjunni áðan sem þú þyrftir að íhuga svo þú hafir eitthvað að gera á Alþingi okkar Íslendinga
Þar sem þú vilt að börnin fari í hlutlausan lit þegar þau fæðast svo þau ruglist ekki í ríminu fyrstu daga ævinnar tel ég að það verði eitthvað að gera í sambandi skírnarkjólana.
Strákar líða fyrir það alla ævina að hafa verið í kjól þegar staðfest var nafn þeirra fyrir framan Guði.
Væri ekki gott að koma með frumvarp um að ráða ríkisfatahönnuð sem gerði kynlaus föt til að gæta alls jafnréttis ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 18:13
Jesús og fiskurinn
Marín Ósk eldri dóttir mín var að byrja að læra kristinfræði og hefur gaman af. Einn daginn kemur hún heim til sín og segir mömmu sinni og stjúpföður frá því að þau hafi verið að horfa á mynd um Jesú. Henni fannst myndin nokkuð löng og kvartaði undan því að ekki hefði verið hægt að klára hana þennan skóladag. Morten (stjúpinn) segir þá við hana að þetta sé mjög góð saga en leiðinlegt að hún endi með því að Jesú deyji. Þá heyrist í lærdómshestinum "MORTEN, það má ekki segja frá endinum"
Vona að hún hafi ekki misst áhugann á kristindómnum því nokkrum dögum síðar var hún búinn að læra þróunarkenninguna. En hennar túlkun var sú að Jesú var að synda í sjónum og breyttist í fisk sem skreið á land og varð að apa !!! (er það nema von að þau ruglist á öllum þessum kenningum)
Ætli boðskapur jólanna muni komast til skila þetta skiptið J
E.s. fyrst að það snjóar svona mikið úti "pabbi það er grenjandi snjór úti"Júlía Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2007 | 17:03
Tölvupóstsfíknin
Ég var að hlusta á einhverja konu á Bylgjunni áðan sem var að tala um fíkn fólks. Hún tók dæmi um mann sem var svo háður tölvupóstinum sínum að hann þurfti að kíkja á hann í hvaða tölvu sem hann sá J
Örugglega er þetta ýkt dæmi en ef ekki þá hefði ég viljað sjá heimildarmynd um hann.
En hvað er málið í dag með þessa endalausu sjúkdómsgreiningu, ef það er hægt að hafa gaman af einhverju þá er maður háður því samkvæmt greiningunni.
Hvernig komst fólk af áður fyrr mér er spurn. Var kannski bóndinn sem var alltaf að spá í hvernig veðrið yrði næstu daga Veðurháður ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 00:27
Barnaheimspeki
Fátt er eins skemmtilegt og að hlusta á spekina sem vellur upp úr börnunum okkar. Ég og Júlía (4 ára) dóttir mín vorum að hlusta á lagið Hjálpum þeim í bílnum á leiðinni í sund. Eins og henni er líkt þá fór hún að spyrja mig um hvað lagið væri sem ég skýrði út fyrir henni. Það tók mikið á hjá henni að hugsa um það að litlu börnin í útlöndum fengu ekki mat og ættu mörg ekki foreldra. Eftir smá íhugun hjá prinsessunni þá sagði hún ef þú og mamma fara til guðs þá fæ ég bara nýja mömmu og pabba J
Áður en við förum ofan í laugina þá fáum við okkur sitthvorn kleinuhringinn en níski pabbinn kaupir bara eina kókómjólk til sameiginlegra nota sem sú litla eignar sér strax. Dúllan skipar mér að fara að kaupa nýja þar sem ég fengi ekki sopa hjá henni og lætur mig vita af því að hún eigi fullt af peningum í sparibauknum sínum. Ég bendi henni á að það eigi ekki að eyða peningum að óþörfu og betra væri að senda peningana til fátæku barnanna í útlöndum svo þau fái mat. Þegar kleinuhringurinn er orðinn að mylsnu þá segir hún við mig pabbi þú átt að senda börnunum mat svo þau fari ekki til guðs sem bræddi mig alveg en þar sem hún hafði rétt áður frætt mig um ríkidæmi sitt þá ýjaði ég því að henni að hún gæti gert það sama. Það stóð ekki á svarinu nei þetta eru mínir peningar
Snemma beygist krókurinn J
Er þetta ekki einmitt raunin í dag, það finnst öllum skelfilegt hvað er að gerast í Súdan, Zimbabwe, Írak osfrv. En fæst af okkur gera eitthvað til að hjálpa til heldur vonumst við alltaf til að pabbi okkar sjái um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Útrásin
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar