Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bernskubrek

DSCF0002Það er ljótt að gera grín af þeim sem geta ekki svarað fyrir sig eins og ég hef verið að gera með börnin mín. Þess vegna verð ég að deila með ykkur minni erfiðu bernsku. Þessi sorgarsaga mín byrjaði mjög snemma og hef ég átt það til slasa mig öðru hvoru.

Þegar ég var fimm ára var ég að vega salt við frænda minn sem var/er aðeins eldri, stærri og þyngri en ég. Honum fannst gaman að fara hratt upp og niður sem endaði með því að hann skaut mér upp í loftið og ég lenti vægast illa og fótbrotnaði. Það var farið með mig á Borgarspítalann og ég settur í gifs.

En þetta var ekki búið, þegar verið var að halda á mér á milli herbergja nokkrum dögum seinna þá náði ég að setja puttana á stað þar sem þeir áttu ekki að vera og klemmdist illa. Það var brunað á Borgarspítalann aftur og settar á mig umbúðir ásamt því að vera settur í fatla (Getið þið ímyndað ykkur 5 ára strák eins og hann hafi verið að berjast í Víetnam.

Haldiði að þetta hafi verið búið ? Neiiiiiiiiii þar sem ég lá upp í sófa þar sem ég gat ekki labbað og bara notað aðra höndina vorkenndu mér allir og var mér gefið mitt uppáhalds nammi harðfiskur. Þar sem ég japla á honum byrja að heyrast í mér óhljóð þar sem stórt bein festist í hálsinum á mér . Það var brunað með mig á Borgarspítalann einu sinni enn og getið þið ímyndað ykkur svipinn á starfsfólkinu þegar mamma og pabbi komu með mig í fatla á annari hendi og í gifsi á löppinni.

Nú skiljið þið sem þekkið mig af hverju ég er svona skrýtin því mamma og pabbi voru tekin af löggunni eftir þetta og kærð fyrir harðræði gagnvart mér og ég var settur í fóstur. hahahaahahaha


Lífið stoppar (þegar ég er ekki á staðnum)

Systurnar sætuBlessuð börnin eru svo sjálfhverf. Marín eldri dóttir mín býr í Danmörku og eru kveðjufundirnir á Keflavíkurflugvelli alltaf jafn erfiðir fyrir systurnar og mig. Júlía (4) sú yngri skilur ekki fullkomlega hvar þessi Danmörk er þar sem systir hennar býr líka. Ég reyni mitt besta til að skýra út fyrir henni hvernig flugvélin flýgur yfir sjóinn og fer með stóru systur til mömmu sinnar.Einn daginn vorum við í göngutúr um norðurmýrina þegar flugvél flýgur yfir okkur eftir að hafa tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli. Þá heyrist í minni “pabbi þarna er Marín að fara til Danmerkur”. Málið var að það voru 2 mánuðir síðan Marín fór heim til sín.  

E.S. Pabbi sjáðu þau eru í lautaferð (viðtal í kastljósi við útigangsfólk sem býr í laugadalnum).

 


Um bloggið

Útrásin

Höfundur

Guðmundur Marinó Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Foo Fighters - Everlong

Nýjustu myndir

  • mörgæs á skautum
  • lúmskur strákur
  • graður hundur
  • Þyrstur
  • Undrandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband