Barnaheimspeki

Júlía HeiðurFátt er eins skemmtilegt og að hlusta á spekina sem vellur upp úr börnunum okkar. Ég og Júlía (4 ára) dóttir mín vorum að hlusta á lagið “Hjálpum þeim” í bílnum á leiðinni í sund. Eins og henni er líkt þá fór hún að spyrja mig um hvað lagið væri sem ég skýrði út fyrir henni. Það tók mikið á hjá henni að hugsa um það að litlu börnin í útlöndum fengu ekki mat og ættu mörg ekki foreldra. Eftir smá íhugun hjá prinsessunni þá sagði hún “ef þú og mamma fara til guðs þá fæ ég bara nýja mömmu og pabba” J 

Áður en við förum ofan í laugina þá fáum við okkur sitthvorn kleinuhringinn en níski pabbinn kaupir bara eina kókómjólk til sameiginlegra nota sem sú litla eignar sér strax. Dúllan skipar mér að fara að kaupa nýja þar sem ég fengi ekki sopa hjá henni og lætur mig vita af því að hún eigi fullt af peningum í sparibauknum sínum. Ég bendi henni á að það eigi ekki að eyða peningum að óþörfu og betra væri að senda peningana til fátæku barnanna í útlöndum svo þau fái mat. Þegar kleinuhringurinn er orðinn að mylsnu þá segir hún við mig “pabbi þú átt að senda börnunum mat svo þau fari ekki til guðs” sem bræddi mig alveg en þar sem hún hafði rétt áður frætt mig um ríkidæmi sitt þá ýjaði ég því að henni að hún gæti gert það sama. Það stóð ekki á svarinu “nei þetta eru mínir peningar” 

Snemma beygist krókurinn J 

Er þetta ekki einmitt raunin í dag, það finnst öllum skelfilegt hvað er að gerast í Súdan, Zimbabwe, Írak osfrv. En fæst af okkur gera eitthvað til að hjálpa til heldur vonumst við alltaf til að “pabbi” okkar sjái um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegt

Katrín M.ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Útrásin

Höfundur

Guðmundur Marinó Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Foo Fighters - Everlong

Nýjustu myndir

  • mörgæs á skautum
  • lúmskur strákur
  • graður hundur
  • Þyrstur
  • Undrandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 463

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband