Hvert er vandamálið ?

imagesÉg skil ekki vandamálið sem er til staðar. Hvað eru margir í siðmennt og vantrú til samans ?

Skiptir engu máli hver samtökin eru eða hvað þau standa fyrir, allt verður fréttaefni.

Kristinfræði hefur verið kennd í skólum hér meðan elstu menn muna, hver er afleiðingin ? Eru margir bókstafstrúarmenn hér á landi sem eru ógn við aðra borgara ?

Ég lærði kristinfræði og gekk vel í henni og þótti gaman að, ekki varð mér meint af þessari kennslu. Ég stundaði KFUM og fór í Vatnaskóg á sumrin. Í dag fer ég sjaldan í kirkju, aðeins við giftingar og jarðafarir. Ég held uppá páska og jól og fæ yfir mig friðaranda og góðmennsku sem mætti haldast út allt árið.

Stelpurnar mínar elska þennan tíma og spyrja mikið afhverju hitt og afhverju þetta. Ég reyni að skýra út fyrir þeim eftir minni bestu vitund. En er það ekki einmitt málið, uppeldið byrjar og endar hjá foreldrunum en ekki prestum og kennurum sem kenna kristna sögu. Það er ekki eins og það sé verið að ýta börnum inní einhver söfnuð sem þau geta aldrei skráð sig úr. Þetta gengur út á að vera góður við náungann.

Ég trúi ekki á biblíuna (Dan Brown að kenna J) heldur trúi ég á Guð og Jesús. Látum ekki öfgasinna eins og Gunnar í krossinum eða mennina hjá vantrú og siðmennt (enga hugmynd hvað þeir heita) rugla okkur.

Hugsum við ekki flest um himnaríki eða þaðan af betra þegar ástvinir deyja ?

Alla vega ég.

 

Gleðileg jól


mbl.is Biskup sendir Siðmennt opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis punktur hjá þér.

Einar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þú ert alltaf velkominn í Vatnaskóg!

Magnús V. Skúlason, 7.12.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigurjón

Þetta er viðhorf sem heyrizt allt of sjaldan.  Þ.e.a.s. viðhorfs hins hófsama.

Það má diskútera lengi hvort kristinfræði á rétt á sér í skólum, en ég er á því að hún sé ekkert vandamál.  Börn þroskazt og læra fljótlega að trú á guð er einmitt það: Barnaleg.

Fátt er líklegra til að forða fólki frá því að trúa því sem biflían boðar og einmitt að LESA hana alla.

Góðar stundir. 

Sigurjón, 7.12.2007 kl. 13:19

4 identicon

Heyr, heyr!

Allaheiður amma (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað eru margir í siðmennt og vantrú til samans ?
Hvaða máli skiptir það? 

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Ég tel að fjöldinn skipti máli þar sem lýðræðið er, hef ekkert á móti vantrú né siðmennt og þessi samtök hafa margt gott til málanna að leggja.

En er þetta ekki einum of, sambærilegt ef samtök antisportista vildu leggja niður leikfimi !

Guðmundur Marinó Ásgrímsson, 7.12.2007 kl. 13:58

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég hlaut ekki trúarlegt uppeldi, í foreldrahúsum. Ekki andtrúarlegt heldur. Mitt trúarlega uppeldi fékk ég í sunnudagaskólanum, sem barn og síðar í grunnskóla.

Ég labbaði mér oft í sunnudagaskólann þegar ég var polli. Mér fannst gaman að vera þar með fólkinu; heyra sögur  og syngja. Það var svo eftir samkomuna, að allir voru leystir út með biflíumynd. Oftast mynd af ésú og einhverju fólki með honum. Þar sem ég gekk út í kalda og napra vertarsólina, með myndirnar í hendinni, fannst mér birtan á þeim alltaf minna mig á kaldan íslenskan vetrardag og ég upplifði alltaf sterkar og sterkar þessa nepju, tómleika og leiðindi, í myndunum. Smátt og smátt varð ég meir og meir afhuga þessu biflíudæmi öllu. Síðar þegar ég sat kristnifræðitímana í skóla, endurupplifði ég þessa tilfinningu tómleika og leiðinda.

Það voru sunnudagaskólinn og kristnifræðin sem frelsuðu mig frá kristninni.

Amen

Brjánn Guðjónsson, 7.12.2007 kl. 14:21

8 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Sæll Guðmundur.

Að þú hafir „enga hugmynd hvað þeir heita“ er varla til marks um mikla viðleitni til að kynna þér málflutning þeirra ... og samt getur þú verið svona eindregið á móti honum!

Þú heldur líklega að sá málflutningur gangi út á að úthýsa trúarbragðafræðslu með áherslu á kristni úr skólum, og kannski að litlu jólin og þjóðsöngurinn og fáninn séu í sigtinu líka. Allt er þetta bara rangt, en kirkjunnar menn og fleiri hafa mjög látið líta út fyrir að þetta séu baráttumálin --- sjálfsagt margir í ógáti frekar en af vilja til að blekkja. Þó eru til skýr dæmi um viljandi blekkingar, sjá t.d. hér.

Fyrst þú hefur ekki lagt þig eftir því að lesa neitt frá Matthíasi eða Sigurði Hólm og félögum heldur eingöngu lýsingar hneykslaðra mótherja þeirra í umræðunni, þá er ekki nema von að þú hafir skekkta mynd af málinu.

„Ég þekki þá ekkert, veit ekki einu sinni hvað þeir heita, hef eingöngu orð andstæðinga þeirra fyrir því hvað þeim gengur til ... og samt þykist ég geta fullyrt að þeir séu öfgasinnar!“

Er þetta örugglega skynsamlegasta leiðin til að komast að niðurstöðu um upplag og innræti manna? Hún sparar sannarlega lestur og svoleiðis fyrirhöfn. : )

Það þarf varla að undrast að þú „skiljir ekki vandamálið“ þegar þú sýnir því lítinn áhuga að skoða það frá sjónarhóli annarra en þeirra sem mest er í mun að afneita því að vandamál sé til staðar. Það er yfirleitt af slíkum ástæðum (takmarkaðri viðkynningu) sem menn skilja ekki vandamál. Hafir þú einlægan áhuga á að skilja vandamál (almennt, ekki bara þetta vandamál), þá hvet ég þig til að kynna þér allar hliðar þeirra, það er ekki bara vænlegra til árangurs heldur líka meira gefandi í sjálfu sér.

Gleðileg jól — en leitumst samt öll við að viðhalda gleðinni, og jafnframt friðarandanum og góðmennskunni, allt árið frekar en að leyfa þeim að ganga í sveiflum eftir sólstöðum og helgihaldi. : )

Gunnlaugur Þór Briem, 7.12.2007 kl. 17:18

9 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það er ekki laust við að vökni um brá.

Ég tek undir með Magnúsi Viðari, á haustin er meira að segja boðið upp á feðgaflokka og fjölskylduhelgar hafa stundum verið, afbragðs skemmtilegt og uppbyggjandi hvorutveggja.

Viðhorf Guðmundar Marinós er lýsandi fyrir meirihluta Íslendinga, hófsemdin í fyrirrúmi, þar sem manni finnst vænt um það sem er fallegt jákvætt og gott í lífinu.

Hilmar Einarsson, 7.12.2007 kl. 18:56

10 Smámynd: Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Sæll Gunnlaugur

Þessar skoðanir mínar eru byggðar á mínu lífi og því sem ég hef lesið og heyrt síðustu daga.

Ég þakka þér fyrir þitt innlegg og tek það til greina eins og allar raddir sem heyrast.

En ég vísa í svar mitt til Matthíasar (númer 4)

Guðmundur Marinó Ásgrímsson, 7.12.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Útrásin

Höfundur

Guðmundur Marinó Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Foo Fighters - Everlong

Nýjustu myndir

  • mörgæs á skautum
  • lúmskur strákur
  • graður hundur
  • Þyrstur
  • Undrandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband