1.12.2007 | 15:01
Bernskubrek
Það er ljótt að gera grín af þeim sem geta ekki svarað fyrir sig eins og ég hef verið að gera með börnin mín. Þess vegna verð ég að deila með ykkur minni erfiðu bernsku. Þessi sorgarsaga mín byrjaði mjög snemma og hef ég átt það til slasa mig öðru hvoru.
Þegar ég var fimm ára var ég að vega salt við frænda minn sem var/er aðeins eldri, stærri og þyngri en ég. Honum fannst gaman að fara hratt upp og niður sem endaði með því að hann skaut mér upp í loftið og ég lenti vægast illa og fótbrotnaði. Það var farið með mig á Borgarspítalann og ég settur í gifs.
En þetta var ekki búið, þegar verið var að halda á mér á milli herbergja nokkrum dögum seinna þá náði ég að setja puttana á stað þar sem þeir áttu ekki að vera og klemmdist illa. Það var brunað á Borgarspítalann aftur og settar á mig umbúðir ásamt því að vera settur í fatla (Getið þið ímyndað ykkur 5 ára strák eins og hann hafi verið að berjast í Víetnam.
Haldiði að þetta hafi verið búið ? Neiiiiiiiiii þar sem ég lá upp í sófa þar sem ég gat ekki labbað og bara notað aðra höndina vorkenndu mér allir og var mér gefið mitt uppáhalds nammi harðfiskur. Þar sem ég japla á honum byrja að heyrast í mér óhljóð þar sem stórt bein festist í hálsinum á mér . Það var brunað með mig á Borgarspítalann einu sinni enn og getið þið ímyndað ykkur svipinn á starfsfólkinu þegar mamma og pabbi komu með mig í fatla á annari hendi og í gifsi á löppinni.
Nú skiljið þið sem þekkið mig af hverju ég er svona skrýtin því mamma og pabbi voru tekin af löggunni eftir þetta og kærð fyrir harðræði gagnvart mér og ég var settur í fóstur. hahahaahahaha
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Útrásin
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.