2.2.2009 | 11:24
Hvar búa mörgæsirnar ?
Í þessu frábæra veðri á síðasta laugardag fór ég með börnin í snjóþotuferð.
Mikill spenningur var í gangi og fór Júlía (5) að velta fyrir sér hvar við gætum farið í stærri brekku en hjá leikskólanum hennar.
Eftir miklar pælingar segir hún "kannski erum við að fara þar sem mörgæsirnar eiga heima"
Ég spyr hana að því hvar þær eigi heima "nú á Ísskautalandinu"
Fyrir þá sem vita ekki þá er það næsta landi við Suðurskautalandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 10:59
Forsætisráðfrú
Ég var að segja Júlíu (5) frá því að Geir forsætisráðherra væri hættur.
Hún spyr mig hver muni taka við og ég segi henni að það verði líklega Jóhanna Sigurðardóttir.
"Pabbi, konur geta ekki verið forsætisráðherra, hún verður forsætisráðfrú"
Segjum svo að Steinun Valdís hafi ekki haft neina fylgismenn í þessu þýðingamilkla þingfrumvarpi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 14:47
Áttburarnir
Á leið til vinnu í morgun hlustuðu ég og Júlía (5) á fréttir Bylgjunnar með mikilli athygli.
Þegar Gissur sagði okkur frá fæðingu fyrstu áttburanna sem fæðst hafa á lífi í heiminum fann litla (stóra) dúllan mín loksins frétt við hennar hæfi.
"vá pabbi, voru 8 punktar í mömmunni, það var bara einn punktur sem var í maganum á mömmu, sko ég. Hvernig gat mamman gefið þeim öllum að borða og gert þá af börnum ?"
Þessu var erfitt að svara, en börnin vógu á milli 8 og 9 kíló þegar þau fæddust !!!
Mér fannst nú mun merkilegra að foreldrarnir bjuggust við sjöburum, vá hvað sá áttundi hlýtur að hafa farið með þau Búin að kaupa 7 af öllu og átta herbergjahús.
En góðu fréttirnar af Júlíu eru þær að hún er búin að ákveða að hún vill ekki verða fullorðin strax, telur að það sé miklu skemmtilegra að vera barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 14:18
Óskastaða VG
Ef ástandið batnar er það þeim að þakka.
Ef ástandið versnar er það Sjöllum að kenna.
Win win staða fyrir VG.
Guð hjálpi Íslandi
Nú reynir á Vinstri græna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 09:56
Speki Júlíu
Júlía (5) var að velta fyrir sér gangi lífsins í gær og komst að stórmerkri niðurstöðu.
"Börn mega ekki búa ein, því þá gætu þau gleymt reglunum og gert eitthvað sem þau mega ekki"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 12:01
Þetta má ekki
Júlía (5 ára) sá eitthvað af mótmælunum í sjónvarpinu í gær og leist ekki vel á.
Hún sagði mér að hún hefði séð "unglinga" kasta eggjum í forsetahúsið og að einn "unglingur" hafi klifrað uppá.
"Pabbi þetta má ekki" sagði hún hneyksluð.
Ég spurði hana hvort hún vildi ekki fara með mér á Austurvöll og biðja mótmælendur um að hætta að gera það sem má ekki.
Hún játaði því en eftir smá umhugsun sagði hún "nei ég er hætt við, ég verð svo feimin, kannski fara unglingarnir að stríða mér líka"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 09:23
Bjarta hliðin á málinu
Ég hef verið lélegur að blogga upp á síðkastið en gullkorn dóttur minnar frá því í morgun vakti mig upp.
Júlía: pabbi hvað er langt þangað til ég fer til ameríku ?
Ég: 14 dagar
J: vá það er sko lítið
Ég: Svo verður þú 14 daga í ameríku
J: Vá hvað það er mikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 10:46
Tumi engispretta
Júlía var að segja mér frá sögunni um Gosa sem hún sá í leikhúsinu. Hún var orðin mjög æst þegar komið var að hlutverki Tuma engisprettu og hvernig hann bjargaði Gosa og læsti vondu kallana inni í búrinu. Ég spurði hana þá hvort hann væri ekki pinkulítill.
nei hann er soldið stór og feitur, hann er líka stundum kallaður Sveppi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 15:04
Gjafabréf til Norður-Ameríku !
Sjaldan sem auglýsingar eru jafn viðeigandi og í þessu tilviki.
Bæði fyrir og eftir fréttina er auglýst gjafabréf frá Flugleiðum m.a. til Bandaríkjanna.
Spurt er: Þarf nokkuð að fylgja hótelgisting með ?
Uppfærsla: auglýst flug til New York aðra leiðina, getur ekki verið heppilegra í þessu tilviki.
Hörkulegri meðferð formlega mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Útrásin
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar