Starfsdagar í leikskólum

ýmsar myndir 012Hvað er málið með þessa endalausu "starfsdaga" í leikskólum. Það er ekki nóg með að við foreldrarnir þurftum að taka börnin okkar einn dag í viku heim vegna manneklu heldur bættust þessir dagar við.

Í vinnunni minni þá vinnum við yfirvinnu (starfsdagarnir eru á laugardögum) en lokum ekki í heilan eða hálfan dag til að vinna hugmyndavinnu.

Sem betur fer hef ég fengið að taka dóttur mína í vinnuna þegar þurft hefur og hin frábæra móðir mín hefur samt tekið þetta að mestu á sig til að hjálpa mér.

Hvað með foreldarana sem hafa fáa eða enga að til að hjálpa sér og eru í þannig vinnu að ekki er létt að fá frí eða hafa börnin með sér ?

Ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem er unnið á leikskólum og dóttir mín er mjög ánægð með allt og alla í sínum skóla.

En það hlýtur að vera hægt að finna lausn sem hentar betur fyrir vinnandi foreldra.

Smá hugmynd:Yfirmenn gætu búið til ramma um hvað ætti að gera, deildarstjórar unnið úr þeim og útbýtt verkefnum til sinna starfsmanna. Þar með er skipulagi komið á framfæri og allir vita hvers er vænst af þeim. Unnið væri svo í litlum hópum og hugmyndir samþykktar eða hafnað af yfirmönnum. Þetta væri hægt að gera með venjubundni vinnu og allir yrðu sáttir.


mbl.is Líka fyrir foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Útrásin

Höfundur

Guðmundur Marinó Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Foo Fighters - Everlong

Nýjustu myndir

  • mörgæs á skautum
  • lúmskur strákur
  • graður hundur
  • Þyrstur
  • Undrandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband