27.11.2007 | 18:13
Jesús og fiskurinn
Marín Ósk eldri dóttir mín var að byrja að læra kristinfræði og hefur gaman af. Einn daginn kemur hún heim til sín og segir mömmu sinni og stjúpföður frá því að þau hafi verið að horfa á mynd um Jesú. Henni fannst myndin nokkuð löng og kvartaði undan því að ekki hefði verið hægt að klára hana þennan skóladag. Morten (stjúpinn) segir þá við hana að þetta sé mjög góð saga en leiðinlegt að hún endi með því að Jesú deyji. Þá heyrist í lærdómshestinum "MORTEN, það má ekki segja frá endinum"
Vona að hún hafi ekki misst áhugann á kristindómnum því nokkrum dögum síðar var hún búinn að læra þróunarkenninguna. En hennar túlkun var sú að Jesú var að synda í sjónum og breyttist í fisk sem skreið á land og varð að apa !!! (er það nema von að þau ruglist á öllum þessum kenningum)
Ætli boðskapur jólanna muni komast til skila þetta skiptið J
E.s. fyrst að það snjóar svona mikið úti "pabbi það er grenjandi snjór úti"Júlía Heiður.
Um bloggið
Útrásin
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið var gaman að lesa þetta
Katrín M.ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:27
Takk fyrir það
Guðmundur Marinó Ásgrímsson, 28.11.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.