Hinn pabbi hans Jesú

Júlía (4):Mamma hvað heitir aftur hinn pabbi hans Jesú ?

M: hann heitir Jósep

J:Nei hinn

M: Hann heitir Guð

J: jááá alveg rétt


HK íslandsmeistari 2007 samkvæmt Íslenskri knattspyrnu

Verð nú að segja að þetta kemur mér nokkuð á óvart, ég hélt að þessi bókaröð ætti að vera besta heimild um sögu íslenskrar knattspyrnu. Hvernig getur höfundur ákveðið með aðstoð stjörnublaðamanns frá Fréttablaðinu hver er í verðlaunasæti og hver ekki. Samkvæmt Víði höfundi bókarinnar þá eru hann og blaðamaðurinn í betri aðstöðu en KSÍ til að dæma um hvað gerðist og hvað ekki .

 "Við skoðum hvert einasta mark, Óskar Ófeigur Jónsson (Blaðamaður á Fréttablaðinu) sér alveg um það og hann er búinn að grandskoða þetta mark eins og öll önnur og niðurstaðan er sú að það er ekki annað hægt en að skrá þetta sem sjálfsmark" 

Af hverju var KSÍ þá að verðlauna þennan ágæta pilt ? 

En þetta er ekki í fyrsta skiptið ,,Þetta er alls ekki í fyrsta sinn og þetta hefur gerst af of til í gegnum árin að við höfum úrskurðað sjálfsmark eða ekki öfugt við KSÍ því við viljum hafa það sem er réttast. Það hefur aldrei verið svona atriði áður að þetta snúist um bronsskó." 

KR vann mitt lið Víking 1-0 eftir að við skoruðum fullkomlega löglegt mark sem línuvörðurinn dæmdi af, frábært ef Víðir breytti þessum úrslitum líka og efsta deildin er Víkings að ári. 

Það er líka gott að hann tekur enga afstöðu ,,Við viljum ekki vera að taka afstöðu til þess, það er ekki tilgangurinn með þessu en af myndbandi er ekki annað hægt að sjá en að þetta sé sjálfsmark,"  Ef þetta er ekki afstaða heiti ég Víðir. 

Víðir er samt trúgjarn maður þó hann hafi sérlegan aðstoðarmann sem sér hlutina réttu ljósi ,,Ég og Magnús erum búnir að ræða þetta og skildum sáttir með sjónarmið okkar. Hann telur sig hafa snert boltann og ég trúi honum alveg fyrir því. Ég færi síðastur manna að rengja hann en myndbandið ræður og þetta eru eitt af þessum endalausu atriðum í fótboltanum,"

Ég spyr ef Víðir trúir Magnúsi, af hverju kemur það þá ekki fram í bókinni ? 

Kallast þetta ekki Ragnar Reykás heilkennið ? 

Þetta gæti verið nokkuð spennandi bók, endirinn gæti komið á óvart.

Kannski urðu HK íslandsmeistarar !

(tilvitnanir eru af síðunni www.fotbolti.net)


mbl.is Capello væntanlegur til Lundúna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástin og börnin

ýmsar myndir 019"Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.  

"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir,
en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra
og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo mikið.
Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára

"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum,  
en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.  

"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára. 

"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta
og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.

"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva
þau alveg fullt að hvort öðru, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.  

"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.  

"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
blaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára. 

"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...
ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.  

"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.  

"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.  

"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar  7. ára. 

ýmsar myndir 019"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára 

"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði
samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára. 

"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir
að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar mig og verða skotnar í mér."  
-Davíð 8. ára.

Slæmur dagur í vinnunni

Hákarl


Ertu með eyra ?

ýmsar myndir 035Í morgun á leiðinni í leikskólann þá var  Júlía mín að bulla eitthvað með sjálfri sér, svo heyrist í henni "pabbi hvað þýðir afbvbahvklhalkjhvr". Ég skildi ekki alveg hvað hún sagði og sagði "ha, hvað sagðirðu eiginlega ?"

"Heyrirðu ekkert pabbi, ertu ekki með eyra eða hvað"

 Hún veit að hún má ekki koma upp í rúm til mín á nóttinni nema að henni líði illa.

Aðfaranótt sunnudags "mig dreymdi svo illa í hjartanu"

Í morgun "mig dreymdi svo illa í hausnum"


Hvernig varð heimurinn til ?

Júlía (4) var að velta fyrir sé hvernig heimurinn varð til í dag.

J: Pabbi ég veit hver bjó til heimilið.

P: Nú hver gerði það ?

J: Það var Guðs

P: Nú hvernig og hvenær gerði hann það ?

J: Það var í gamla daga og þá var ekki til neitt fólk og engin börn, það voru bara til stór vond dýr. Guð var svo hræddur við dýrin að hann byrjaði upp á nýtt og þá kom fólkið J, hann var líka pabbi Jesú, hvað hétu systkini hans ?

P: hann átti engin systkini.

J: PABBI, víst hann var barn. 

Og svona var nú það, eins gott að flækja þetta ekki enn meira og fara að kenna henni um Múhameð og að Jesú hafi bara verið spámaður.


Hvert er vandamálið ?

imagesÉg skil ekki vandamálið sem er til staðar. Hvað eru margir í siðmennt og vantrú til samans ?

Skiptir engu máli hver samtökin eru eða hvað þau standa fyrir, allt verður fréttaefni.

Kristinfræði hefur verið kennd í skólum hér meðan elstu menn muna, hver er afleiðingin ? Eru margir bókstafstrúarmenn hér á landi sem eru ógn við aðra borgara ?

Ég lærði kristinfræði og gekk vel í henni og þótti gaman að, ekki varð mér meint af þessari kennslu. Ég stundaði KFUM og fór í Vatnaskóg á sumrin. Í dag fer ég sjaldan í kirkju, aðeins við giftingar og jarðafarir. Ég held uppá páska og jól og fæ yfir mig friðaranda og góðmennsku sem mætti haldast út allt árið.

Stelpurnar mínar elska þennan tíma og spyrja mikið afhverju hitt og afhverju þetta. Ég reyni að skýra út fyrir þeim eftir minni bestu vitund. En er það ekki einmitt málið, uppeldið byrjar og endar hjá foreldrunum en ekki prestum og kennurum sem kenna kristna sögu. Það er ekki eins og það sé verið að ýta börnum inní einhver söfnuð sem þau geta aldrei skráð sig úr. Þetta gengur út á að vera góður við náungann.

Ég trúi ekki á biblíuna (Dan Brown að kenna J) heldur trúi ég á Guð og Jesús. Látum ekki öfgasinna eins og Gunnar í krossinum eða mennina hjá vantrú og siðmennt (enga hugmynd hvað þeir heita) rugla okkur.

Hugsum við ekki flest um himnaríki eða þaðan af betra þegar ástvinir deyja ?

Alla vega ég.

 

Gleðileg jól


mbl.is Biskup sendir Siðmennt opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfulegar samræður

Samkvæmt því sem þessi snillingur lætur hafa eftir sér við Moggann tel ég að Bush hefði fræðst meira eftir þessar samræður en meistari Vífill. Þessi setning fer í hóp fleygustu setninga síðustu ára:

„Það er greinilega ekki hægt að treysta þeim hjá Hvíta Húsinu fyrir svona upplýsingum því ég ítrekaði að þetta væri leynilegt númer, sem þeir mættu alls ekki láta frá sér," segir Vífill.

Smá viðbót

„Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill

Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara."

Og svo til að  kóróna snilldina

„Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni."

segir maðurinn sem fær aldrei að fara til USA


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsdagar í leikskólum

ýmsar myndir 012Hvað er málið með þessa endalausu "starfsdaga" í leikskólum. Það er ekki nóg með að við foreldrarnir þurftum að taka börnin okkar einn dag í viku heim vegna manneklu heldur bættust þessir dagar við.

Í vinnunni minni þá vinnum við yfirvinnu (starfsdagarnir eru á laugardögum) en lokum ekki í heilan eða hálfan dag til að vinna hugmyndavinnu.

Sem betur fer hef ég fengið að taka dóttur mína í vinnuna þegar þurft hefur og hin frábæra móðir mín hefur samt tekið þetta að mestu á sig til að hjálpa mér.

Hvað með foreldarana sem hafa fáa eða enga að til að hjálpa sér og eru í þannig vinnu að ekki er létt að fá frí eða hafa börnin með sér ?

Ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem er unnið á leikskólum og dóttir mín er mjög ánægð með allt og alla í sínum skóla.

En það hlýtur að vera hægt að finna lausn sem hentar betur fyrir vinnandi foreldra.

Smá hugmynd:Yfirmenn gætu búið til ramma um hvað ætti að gera, deildarstjórar unnið úr þeim og útbýtt verkefnum til sinna starfsmanna. Þar með er skipulagi komið á framfæri og allir vita hvers er vænst af þeim. Unnið væri svo í litlum hópum og hugmyndir samþykktar eða hafnað af yfirmönnum. Þetta væri hægt að gera með venjubundni vinnu og allir yrðu sáttir.


mbl.is Líka fyrir foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita betur

Hún Júlía (4) mín er komin á allrosalegan gelgjualdur aðeins og aðeins of fljótt að mínu áliti. Hún þykist vita mest allt betur en hinir eldri í kringum hana hvað þá yngri.

 

Ekki fyrir löngu síðan þá var ég að hátta hana og tannbursta, sagði henni svo að fara á klósettið og gera þarfir sínar svo rúmið yrði jafn þurrt alla nóttina.

Það stóð ekki á svarinu, auðvitað þurfti hún ekki að pissa og ætlaði ekkert að reyna á það.

Ég var ekki sáttur við þessi málalok og skipaði henni á klósettið og varð þykjustu vondur.

Hún gaf sig að lokum og settist á klósettið, eftir nokkrar sekúndur heyrist í henni "pabbi, ekki segja sko". Grin

Ég svara bara "nei ég skal ekki gera það" og varla sekúndubroti eftir að síðasta hljóðið kom úr munni mínum þá kom þessi þvílíka buna.

 

Að hafa rangt fyrir sér er alltaf jafnleiðinlegt hvað þá þegar manni er velt upp úr því Smile

 

Smá viðbót eftirá.

 

Mamma hennar "ertu búinn að kúka"

Júlía "nei, ég er aðeins að anda með rassinum"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Útrásin

Höfundur

Guðmundur Marinó Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Foo Fighters - Everlong

Nýjustu myndir

  • mörgæs á skautum
  • lúmskur strákur
  • graður hundur
  • Þyrstur
  • Undrandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband